Sagnagrunnur
Sagnagrunnurinn er skrá yfir sagnir úr helstu þjóðsagnasöfnum okkar. Vinna við skráningu hófst árið 1999 að tilstuðlan Terry Gunnell, prófessors í þjóðfræði við Háskóla Íslands, og fór þannig fram að nemendur og fleiri þátttakendur lásu í gegnum þjóðsagnasöfnin og skráðu niður upplýsingar um sagnirnar í þeim. Þetta voru meðal annars upplýsingar um efnisorð, tilvísanir í ritin sem geymdu sagnirnar, sögustaðir og nöfn og heimili heimildarmanna.
Nánar um Sagnagrunn.
Einnig er hægt að leita samtímis í prentuðum sögnum, ævintýrum og hljóðritum.